Mynd af Samtök psoriasis- og exemsjúklinga

Samtök psoriasis- og exemsjúklinga

SPOEX er líknarfélag og var stofnað þann 15. nóvember 1972. Það starfrækir í dag skrifstofu og göngudeild fyrir fólk með húðsjúkdóma í eigin húsnæði að Bolholti 6 í Reykjavik. Á göngudeildinni, sem starfar undir eftitliti sérfræðings í húðsjúkdómum, er boðið upp á UVB ljósameðferð samkvæmt tilvísun frá húðsjúkdómalæknum. 2 skápar, 1 handa- og fótaljós og 3 ljósagreiður eru á göngudeildinni.

Félagsmenn Spoex eru um 1.400. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra, u.þ.b. 1.250 manns, eru psoriasissjúklingar. Exemsjúklingar eru um 100. Aðrir félagsmenn eru velunnarar og styrktarfélagar. Markmið Spoex er fyrst og fremst að gæta réttar sjúklinganna og stuðla að betra og ríkara lífi þeirra með fræðslustarfsemi og kynningu á sjúkdómunum. Stjórn félagsins skipa 7 manns, þar af eru 2 varamenn og er öll vinna stjórnar unnin í sjálfboðavinnu. Jafnframt hafa margir félagsmenn og velunnarar vítt og breitt um landið lagt félaginu lið í gegnum tíðina. Hjá félaginu starfa þrír sjúkraliðar og einn skrifstofustjóri, með aðsetur í Bolholti.

Anja Ísabella Lövenholdt skrifstofustjóri
Bára Melberg sjúkraliði
María Finnbogadóttir sjúkraliði
Steinunn Oddsdóttir sjúkraliði

Spoex heldur úti Facebook síðu, gefur út tímarit árlega og sendir stutt rafræn fréttabréf tvisvar til fjórum sinnum á ári.


Göngudeild

Sími: 588-9620

c