Mynd af Happdrætti DAS

Happdrætti DAS


Upplýsingar um happdrætti DAS

Vikulegir útdrættir – stærri vinningar.

Í ár verða 5 vinningar dregnir út, hver að verðmæti 40 milljónir króna.

Heildarfjöldi vinninga verður 52.880.

Heildarverðmæti vinninga er rúmur milljarður eða 1.461.200.000 kr.

Sjá nánar á heimasíðunni ”Vinningaskrá” þar sem hægt er að sjá útdráttardaga og upphæðir í

vinninga.

Hvað kostar miðinn?

Einfaldur miði kostar 1.900 kr. og sá tvöfaldi 3.800 kr.

Hægt er að velja miða hér á síðunni ”Kaupa miða” eða velja “þitt happanúmer”. Miði er möguleiki.

Tvöfaldaðu vinninginn.

Hægt er að kaupa tvöfaldan miða í númerinu sem gefur tvöfaldan vinning.

Aðalvinningar verða þá:

5 aðalvinningar, hver að verðmæti 40 milljónir króna.

5 aðalvinningar á 8 milljónir hver.

42 aðalvinningar á 4 milljónir hver.

Lægsti vinningur verða þá 30.000 krónur í stað 15.000 krónur ef um einfaldan miða er að ræða.

Vinningsupphæðir eru lagðir inn á bankareikning vinningshafa.

Vinningar greiddir út í peningum.

Happdrætti DAS er ekki lengur vöruhappdrætti og því er nú heimilt að greiða vinninga út í

peningum eða leggja vinningsupphæð inn á bankareikning vinningshafa án þess að leggja fram

vörureikning eins og áður var.

Einfalt og öruggt.

Skattfrjálsir vinningar.

Allir vinningar í Happdrætti DAS eru skattfrjálsir og því kemur vinningsupphæði öll til greiðslu við

afhendingu.

Happdrætti DAS er áskriftarhappdrætti.

Hægt er að kaupa miða með kredikortum með því að fylla út pöntunarformið hér á forsíðunni.

Þetta eru boðgreiðslur og standa í ótiltekinn tíma þ.t. kaupandi segir upp áskrift. Hægt er að

senda uppsögn á das@das.is.

Ath. ef uppsögn er fyrir 10. dags mánaðar mun ekki innheimtast af korti næstu mánaðarmót á

eftir. Ef uppsögn er eftir 10. dags mánaðar mun uppsögn taka gildi mánúði síðar. (miðað er við

mánaðarmót)

Hvenær fer útdráttur fram?

Dregið er alla fimmtudaga komi þeir ekki upp á frídegi. Fyrsti útdráttur hvers mánaðar fer fram kl.

16:00. Aðrir útdrættir fara fram kl. 09:00. Fljótlega eftir útdrátt eru vinningsnúmer sett inn á

heimasíðuna.

Vinningshafar fá SMS tilkynningu um vinning.

Hvenær er ósóttur vinningur fallin úr gildi?

Í reglugerð með lögum um Happdrætti DAS sem Innanríkisráðuneytið setur segir í 20. gr.:

“Vinningar, sem enginn hefur vitjað innan eins árs frá útdrætti, falla úr gildi.”

Uppsögn á miða.

Uppsögn þarf að berast skriflega með tölvupósti, fyrir 10. hvers mánaðar. Uppsögn

tekur gildi mánuði síðar. Sjá nánar ”Um DAS” og þar er flokkurinn ”Segja upp

áskrift”

c