Mynd af Tickcad ehf

Tickcad ehf

Cad

Lógo af Tickcad ehf

Sími 5523990

Skúlagata 10, 101 Reykjavík

kt. 6003982379




CAD ehf var stofnað 1998 en byggt á gömlum grunni.
CAD ehf. sinnir sölu, þjónustu og aðlögun á hugbúnaði frá Autodesk Inc. en einnig á öðrum forritum sem CAD ehf. hefur söluumboð fyrir svo sem EdgeCAM hugbúnaði fyrir tölvustýrðar framleiðsluvélar, SPI útflatninga-forritum, forritum frá McNeel og ýmsum öðrum.
CAD ehf. er í eigu Finns P. Fróðasonnar, innanhússarkitekts og Guðnýjar H. Guðmundsdóttur, og er til húsa að Skúlagötu 10, Reykjavík.
CAD ehf. var stofnað 1998 af Finni P. Fróðasyni, Þórði Magnússyni, vélaverkfræðingi og Rúnari Unnþórssyni, vélaverkfræðingi með samruna sölu- og þjónustudeilda Finns P. Fróðasonar og Onno ehf.
Þó svo að CAD ehf. sé ungt fyrirtæki, þá byggir það á gömlum og traustum grunni. Finnur P. Fróðason var með fyrstu notendum AutoCAD (1985) og Inventor (1999) á Íslandi og hefur árum saman kennt og þjónustað AutoCAD, Inventor svo og önnur forrit frá Autodesk.
Tilgangurinn með stofnun CAD ehf. var og er fyrst að fremst að safna saman þekkingu og kunnáttu á þessum hugbúnaði þannig að unnt verði að auka þjónustuna við okkar viðskiptavini nýja og gamla.




Starfsmenn

Finnur P. Fróðason

Eigandi
c