Mynd af Hússtjórnarskóli Reykjavíkur

Hússtjórnarskóli ReykjavíkurHússtjórnarskólinn í Reykjavík.

Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er með aðsetur í einu fallegasta húsi borgarinnar við Sólvallagötu 12, 101 Reykjavík.

Húsið var byggt árið 1921 af Jónatan Þorsteinssyni.

Skólinn hefur starfað óslitið frá árinu 1942, ýmist sem heilsársskóli eða í annarri mynd.

Námið nú er ein önn, sem hefst að hausti eða vori, og er metið til 24 eininga.

Nýnemar þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi og vera orðnir 16 ára. Skólinn tekur við 24 nemendum, þar af geta 15 búið á heimavist.

Árið1975 breyttist Húsmæðraskóli Reykjavíkur í Hússtjórnarskólann í Reykjavík og var þá gerður að ríkisskóla. Námið var stytt í eina önn, en dag- og kvöldnámskeið haldin í stað fyrri annar.

Árið 1998 var skólinn gerður að sjálfseignarstofnun sem rekin er með framlagi frá ríkissjóði.Starfsmenn

Margrét Sigfúsdóttir

Skólastjóri
husrvik@husstjornarskolinn.is
c