Gullkúnst Helgu, skartgripaverslun

Gullkúnst Helgu var stofnuð í byrjun árs 1993 af hjónunum Helgu Jónsdóttur, gullsmíðameistara, og Hallgrími T. Sveinssyni. Upphaflega var verslunin til húsa að Laugavegi 40, en fluttist á Laugaveg 45 árið 1998. Í desember árið 2005 opnaði Gullkúnst síðan stórglæsilega verslun sína að Laugavegi 13. Gullkúnst Helgu leggur sig fram um að veita framúrskarandi þjónustu og að sinna ólíkum þörfum viðskiptavina sinna. Starfsmenn verkstæðisins eru fjórir talsins. Þar starfa gullsmíðameistararnir Helga Jónsdóttir og Sveinn Guðnason. Samúel Montoro gullsmiður og Hrannar Freyr Hallgrímsson gullsmiður. Gullkúnst Helgu sérhæfir sig í handsmíðuðum, skartgripum þar sem gullsmíðameistarar fyrirtækisins eru í aðalhlutverki. Þar sem gullsmíðaverkstæðið er einnig staðsett að Laugavegi 13 er þægilegt aðgengi að gullsmíðameisturum Gullkúnstar sem ávallt eru reiðubúnir að veita ráðgöf og svara þeim spurningum sem brenna á viðskiptavinum. Skartgripir eru okkar fag.

Starfsmenn

Helga Jónsdóttir, gullsmiður FÍG

Framkvæmdastjóri
gullkunst@gullkunst.is
c