Neytendastofa

Skrifstofutími: Kl: 8:00-16:00
Neytendastofa er ríkisstofnun sem starfar að stjórnsýsluverkefnum á sviði neytendamála. Stofnunin annast meðal annars framkvæmd laga um rafmagnsöryggi, öryggi almennrar framleiðsluvöru, mælifræði, eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Neytendastofa annast söfnun, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði neytendamála. Neytendastofa starfrækir faggilta kvörðunarþjónustu sem annast kvörðun mælitækja (t.d. lóð, vogir og hitamæla) með rekjanleika til alþjóðlegra viðmiðana.Neytendastofa hefur falið Frumherja h.f. að annast framkvæmd á löggildingu mælitækja sem notuð eru til grundvallar greiðslu í viðskiptum og þjónustustarfsem og skylt er að löggilda með reglulegu millibili en sjálf annast stofnunin yfireftrlit með lögboðnum löggildingum og beitir stjórnvaldsúrræðum ef á þarf að halda. Neytendastofa annast yfireftirlit á sviði markaðsgæslu en í því felst eftirlit með rafföngum, leikföngum og almennri framleiðsluvöru. Faggiltar skoðunarstofur annast framkvæmd eftirlitsins að beiðni Neytendastofu. Neytendastofa hefur yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum á Íslandi, skoðunum á raforkuvirkjum, neysluveitum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka sem faggiltar skoðunarstofur framkvæma. Hún annast skráningu og rannsóknir á slysum og tjóni af völdum rafmagns ásamt samningu og túlkun reglna á rafmagnssviði og aðlögun þeirra að evrópskum reglum og alþjóðlegum stöðlum. Annast löggildingu rafverktaka og vigtarmanna.Faggildingarsvið neytendastofu annast faggildingu á prófunarstofum, vottunarstofum og skoðunarstofum skv. ÍST EN 45000-staðlaflokkunum. Stofnunin hefur auk þess eftirlit skv. lögum um rafrænar undirskriftir.
Starfsmenn
Tryggvi Axelsson
Framkvæmdastjóritryggvi@neytendastofa.is
