Mynd af Gull & Silfur ehf

Gull & Silfur ehf



Gull & Silfur er ein elsta og þekktasta skartgripaverslun landsins, staðsett í nútímalegu verslunarhúsnæði á Laugaveginum, í hjarta miðbæjarins. Fyrirtækið býr að sterkum hefðum og fagþekkingu sem myndast hefur eftir áratuga verslunarrekstur hjá þremur kynslóðum gullsmíðameistara. Þessi trausti grunnur er forsenda ímyndar fyrirtækisins til framtíðar ásamt gæðum vörunnar, frábærri þjónustu og sígildu verðmætamati.



. Við leggjum áherslu á fagmennsku og persónulega þjónustu. Við leggjum áherslu á viðskiptavininn og þarfir hans. Til þess höfum við fjórar meginstoðir í rekstri okkar. Þær eru: vörurnar, sérsmíðin, viðgerðirnar og verslunin.

Sérsmíðaður skartgripur er einstök upplifun að bera. Gull og Silfur hefur ávallt boðið með stolti sérsmíði í skarti og skrautmunum.



Starfsmenn

Sigurður G.Steinþórsson

Framkvæmdastjóri
5520620
gullogsilfur@gullogsilfur.is
c