
Storkurinn ehf

STORKURINN er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að þjóna áhugafólki um hannyrðir einkum prjón, hekl og bútasaum. Storkurinn er sannkölluð sælkeraverslun hannyrðakonunnar með úrval af garni, prjónum, bútasaumsefnum, tölum og hnöppum, hannyrðabókum, útsaumi og alls kyns fylgihlutum.
Í STORKINUM eru haldin námskeið í prjóntækni, hekli og bútasaumi. Við leggjum áherslu á kennara með faglegan bakgrunn og mikla reynslu hver á sínu sviði.
Starfsmenn
Guðrún Hannele Henttinen
Eigandi/Framkvæmdastjóri