Mynd af Mannvit hf

Mannvit hf

Mannvit býður þjónustu á sviði verkfræði, verkefnastjórnunar, jarðvísinda, byggingarefnarannsókna, rekstrar og heildarumsjón verkefna með EPCM tilhögun. Mannvit er eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki landsins á sviði verkfræði og tækni og þar starfar öflugur hópur reynslumikilla verkfræðinga og tæknimenntaðs starfsfólks með fjölþætta reynslu á helstu fagsviðum verkfræðiþjónustu. Mannvit leggur áherslu á trausta og faglega ráðgjöf sem byggir á áratugalangri reynslu og þekkingu.

Starfsstöðvar Mannvits eru á eftirfarandi stöðum:

Kópavogi, Akranesi, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, Reykjanesbæ, Búdapest, Osló, Þrándheim og Grænlandi.

Þjónustan skiptist í eftirfarandi sérsvið:

Iðnaður

Endurnýjanleg orka

Vatnsaflsvirkjanir

Jarðvarmavirkjanir

Raforkuflutningur og dreifing

Byggingar

Rannsóknarstofa

Umhverfis- og öryggismál

Mælingar og rannsóknir

Verkefnastjórnun

Samgöngur, veitur og skipulag

Upplýsingatækni


Mannvit rekur vel útbúna rannsóknar- og prófunarstofu til athugunar á jarðefnum, bergi og steinsteypu. Einnig hefur fyrirtækið yfir að ráða færanlegri rannsóknarstofu til sýnatöku og prófana á vettvangi.

Starfsemi Mannvits er vottuð samkvæmt alþjóðlega gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001:2008, umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001:2004 og öryggisstjórnunarstaðlinum OHSAS 18001.


Starfsmenn

Sigurhjörtur Sigfússon

Forstjóri

Friðrik Ómarsson

Markaður og þróun
fridrik@mannvit.is
c