Mynd af Sveitasetrið Hestakráin

Sveitasetrið Hestakráin

Eigendur Hestakrárinnar eru hjónin

Aðalsteinn Guðmundsson og Ástrún Davídson.



Aðalsteinn er fæddur og uppalinn á Húsatóftum en sama ættin hefur búið þar síðan 1879. Aðalsteinn og Ástrún hófu sinn búskap á Húsatóftum fyrir þrjátíu árum. Bústofnin telur á annað hundrað fjár og um 100 hesta.
Húsið sem Hestakráin er í er gamalt refahús en Aðalsteinn og Ástrún stunduðu refarækt um 8 ára skeið eða til ársins 1991. Árið 1998 var húsinu breytt í krá og gistiheimili sem fékk nafnið Hestakráin.
Aðalsteinn og Ástrún hafa einnig rekið hestaleigu – Land&hestar - við góðan orðstír síðan 1987. Boðið er upp á hestaferðir allt frá 1 klst. upp í 6 daga ferðir um uppsveitir Suðurlands og hálendi Íslands.
Á Hestakránni er mikil áhersla lögð á að framreiða góðan íslenskan mat og veita persónulega þjónustu. Allt lambakjöt sem borið er fram er ræktað á bænum og grænmeti kemur frá Flúðum og Laugarási.



Hlökkum til að hitta þig.

Starfsmenn

Aðalsteinn Guðmundsson

Eigandi og framkvæmdastjóri

Ástrún Sólveig Davíðson

Eigandi
c