Mynd af Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf

Supply & Distribution Services · Bruggverksmiðja




Ölgerðin er eitt stærsta fyrirtækið á sínu sviði. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og selur matvæli og sérvöru af ýmsum toga. Áhersla er lögð á að vörur fyrirtækisins séu fyrsta flokks og að viðskiptavinir þess geti gengið að hágæða þjónustu vísri. Aðeins vörur sem eiga þess kost að vera fremstar í sínum flokki eru settar á markað og hverjum birgja sinnt sem hann væri sá eini. Stöðugt er leitað nýrra leiða til að efla starfsemina og ná fram meiri framleiðni með því að gera hlutina betur og fyrr en aðrir. Þetta er gert til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, neytendur, starfsfólk og eigendur.

Mat- og sérvara: Ölgerðin er ein stærsta heildsala landsins. Allt frá upphafi hefur verið lögð mikil rækt við að tryggja að þau vörumerki sem hafa verið tekin inn til sölu, séu þau fremstu á sínu sviði.

Matvaran hefur á að skipa vörumerkjum á borð við Merrild, Homeblest, Maryland, Nestlé og svo mætti lengi telja. Í sérvörunni eru vörumerki eins og Oroblu, L'Oreal, Maybelline, Sanpellegrino og El'Vital.

Drykkjarvara: Ölgerðin er einn stærsti gos- og áfengisframleiðandi landsins og á mörg af elstu og þekktustu vörumerkjum landsins á sínu sviði, t.d. Egils Appelsín og Egils Malt, en síðarnefndi drykkurinn hefur verið framleiddur allar götur síðan 1913. Auk þess er Ölgerðin með leyfi til að framleiða vörur fyrir þekkt vörumerki, á borð við Pepsi Cola.

Ölgerðin er einnig einn af stærstu innflytjendum landsins á áfengi. Mikil áhersla er lögð á að flytja einungis inn hágæðavörur, í þessum flokkum sem öðrum. Johnny Walker, Smirnoff, Penfolds og Tanqueray eru bara örfá dæmi um þau vörumerki sem Ölgerðin hefur á sínum snærum.

Fyrirtækjaþjónusta Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar sérhæfir sig í heildarlausnum í drykkjarvöru og snarli fyrir vinnustaði landsins. Fyrirtækjaþjónustan býður upp á fjölbreytt vöruúrval og því þarf viðskiptavinurinn ekki að leita annað til að sjá starfsfólki og gestum fyrir hressingu á annasömum degi.

Fyrirtækjaþjónustan býður upp á fjölbreytt úrval af heitum og köldum drykkjum ásamt bragðgóðu snarli, sér viðskiptavinum sínum fyrir vönduðum tækjabúnaði s.s. kaffivélum, kælum og sjálfsölum sem ýmist er leigður eða lánaður til viðskiptavina. Auk þessa býður fyrirtækjaþjónustan upp á einnota vörur og hreinlætisvörur. Hægt er að skoða vöruúrval og versla á Vefverslun.

Hráefni og umbúðir: Ölgerðin er ein stærsta heildsala landsins á fyrirtækjasviði. Bakarí, stóreldhús, kjötvinnslur, salatgerðir og matvælaiðnaðurinn treysta á vörur og þjónustu Ölgerðarinnar á þessu sviði. Reynsla, fagmennska og þekking eru einkennisorð fyrirtækisins og reynum við ávallt að mæta kröfum viðskiptavina okkar.

Sviðinu er skipt upp í fjórar einingar, sem hver um sig sér um sitt afmarkaða svið. Sviðin eru eldhús, iðnaður, bakarí og umbúðir. Í hverri einingu fyrir sig starfar fagfólk og geta viðskiptavinir treyst á bæði reynslu og fagmennsku starfsfólks, sem og afburða þjónustu.



Starfsmenn

Andri Þór Guðmundsson

Forstjóri

Gunnar B. Sigurgeirsson

Aðstoðar forstjóri
gunnar.b.sigurgeirsson@olgerdin.is
c