Mynd af Mjóeyri ehf

Mjóeyri ehf

Við bjóðum gestum okkar að skipuleggja fyrir þá ýmiskonar afþreyingu s.s. veiðiferðir, skíðaferðir, svæðisleiðsögn, náttúruskoðun, köfun, ísklifur, fuglaskoðun, hellaskoðun, hreindýraleiðsögn, bátsferðir, hvataferðir, skoðunarferðir, kajakferðir, óvissuferðir, gönguferðir, stjörnu– og norðurljósaskoðun, hestaferðir, golf, gönguferð að flugvélaflaki ofl.

Á sumrin rekum við veitingastað í hinu sögufræga og stórskemmtilega Randulffssjóhúsi við Eskifjörð.

Veitngarstaðurinn er opinn frá kl.12:00- 21:00. Húsið opið til kl:23.00.

Randulffssjóhús er í eigu Sjóminjasafns Austurlands en Ferðaþjónustan á Mjóeyri sér um rekstur þess. Húsið var byggt um 1890 og var lengst notað sem síldarsjóhús en síðan Sjóminjasafnið eignaðist það hefur það tengst safnastarfi safnsins.

Starfsmenn

Sævar Guðjónsson

Eigandi

Berglind Ingvarsdóttir

Eigandi
c