Mynd af Belladonna / My Style Tískuhús

Belladonna / My Style Tískuhús

Belladonna býður upp á fjölbreytt úrval af fatnaði í stærðum 38-58, hjá okkur er stærð samt bara númer en þú ert alltaf aðalnúmerið. Við leggjum áherslu á fjölbreytni og persónulega þjónustu, þegar við segjum fjölbreytni þá meinum við mikið úrval en lítið magn í hverri gerð. Það þurfa ekki allir að vera eins.

Verslunin Belladonna var opnuð í október 2004, nafnið Belladonna er tilkomið af ýmsum ástæðum. Aðalástæðan er sú að Bella donna er ítalska og þýðir falleg kona, og við erum bara allar svo fallegar að einhverju leyti. Atropa belladonna er planta eða blóm og það nokkuð merkilegt, ekki kanski það fallegasta sem hefur sést en er gætt sérstökum hæfileikum einskonar töfrum. Blómið er nefninlega baneitruð planta af kartöfluætt og gengur undir nafninu deadly nightshade. Blómið er það eitrað að það getur orðið manni að bana að éta hluta af því, en að sama skapi getur það bjargað mannslífum þar sem það er notað í krampa- og asmalyf. Konur hafa lengi kunnað að nýta sér töfra blómsins, sjálfsagt bæði til illra og góðra verka. Einn kostur þess var þó mikið nýttur á öldum áður, en það er sá að konur brugguðu seyði úr blóminu og settu dropa í augun á sér til að láta sjáöldrin þenjast út þar með virtust augun stærri og konurnar fallegri. Dropar unnir úr Belladonna jurtinni eru enn í dag notaðir af sumum augnlæknum til að undirbúa augu fyrir aðgerðir.

"Ef þú ert óánægð láttu okkur vita, ef þú ert ánægð segðu öllum frá því." (kínversk speki)






Starfsmenn

Stella Leifsdóttir

Framkvæmdastjóri
stella@belladonna.is

Vörumerki og umboð

Kj-Brand
Þýskt merki með fatnað í stærðum 38-58
Habella
Þýskt merki með fatnað í stærðum 38-52
No Secret
Þýskt merki með fatnað í stærðum 42-56
Robell
Danskt merki með buxur í stærðum 34-58
ES&SY
Hollenskt merki með fatnað í stærðum 36-46
Sunday
Danskt merki með fatnað í stærðum 38-52
Ophilia
Hollenskt merki með fatnað í stærðum 40-56
Zhenzi
Danskt merki með fatnað í stærðum 42-56
Ze-ze
Danskt merki með fatnað í stærðum 38-48
YestA
Hollenskt merki með fatnað í stærðum 44-56
Normann
Norskt merki með yfirhafnir í stærðum 38-58
Frandsen
Danskt merki með yfirhafnir í stærðum 36-58
Bladelli
Ítalskir skór og stígvél í stærðum 38-43
Studio
Danskt merki með fatnað í stærðum 40-56
Yest
Hollenskt merki fatnað í stærðum 38-48
Festival
Undisfatnaður og Aðhaldsfatnaður í st 38-56
Ýmislegt
Ýmsir skemmtilegir fylgihlutir ss. klútar, töskur og skart
c