LAUGARVATN FONTANA

GUFAN er byggð yfir náttúrulegan hver sem hentar vel til baða. Hitastigið í GUFUNNI er breytilegt eftir náttúrulegum aðstæðum, frá 40°C til 50°C. Rakastigið er hátt. Rimlagólf er í gufuklefunum sem hleypir gufu hversins beint inn í gufuklefana og geta gestir því bæði heyrt og skynjað hverinn og einnig fundið gufuilminn og njóta þannig náttúrulegrar gufu beint úr iðrum jarðar. Hér er því um einstaka náttúruupplifun að ræða. Við hlið GUFUNNAR er YLUR, sauna að finnskri fyrirmynd. Hitastig YLS er frá 80°C- 90°C en rakastig lægra en í GUFUNNI. Samspil baða í GUFUNNI og YLNUM eykur áhrif heimsóknar í Laugavatn Fontana. Laugarnar eru fjölbreytilegar, mismunandi heitar og misdjúpar en þær heita LAUGA, SÆLA og VISKA. Í þeim eru svæði til slökunar og hvíldar EN önnur svæði þar sem hreyfing er meiri bæði á vatni og fólki. Margbreytileg steinlistaverk listamannsins Erlu Þórarinsdóttur auka upplifun gesta þar sem vatnið og listformin bregða á leik. Í suðurenda lauganna er „heiti potturinn“ VISKA. Hann er staðsettur aðeins hærra í landslaginu. Þaðan er gott útsýni og því má njóta hinnar fögru íslensku náttúru um leið og unaðssemdir vatnsins nýtast fyrir líkama og sál. Laugarvatn, sem við skilgreinum sem VATNIÐ og STRÖNDIN, verður hluti af baðupplifuninni síðar. Gengið verður að VATNINU um hlið og yfir litla skollaug. Á STRÖNDINNI er sandur sem er víða heitur og hefur verið notaður í bakstra við gigt og ýmsum kvillum. VATNIÐ gefur tækifæri til að kæla sig milli heimsókna í GUFUNA eða YLINN, slík víxlböð eru bæði heilsusamleg og styrkjandi. Since 1929, locals have been enjoying the healing powers of the natural steam baths in the community of Laugarvatn, where nature has created unique surroundings at Laugarvatn Fontana. Hot, healing steam simmers directly from the ground at Laugarvatn Fontana through grids in the cabin floors of this newly decorated wellness centre where nature meets tradition. Laugarvatn Fontana, which is only a 50 minute drive by car from Reykjavík, is a highlight of any wellness weekend in Iceland. A visit to the open air baths at Laugarvatn Fontana will also give you the opportunity to experience the ever changing Icelandic weather as the thermal baths can be enjoyed all year around. In fact, wintertime makes the visit to the thermal baths an even more memorable experience.

Starfsmenn

Sigurður Rafn Hilmarsson

Framkvæmdastjóri
c