
Lóðasláttur sf

Lóðasláttur er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem starfrækt hefur verið af sömu sveitafjölskyldunni frá árinu 2002. Þrif og sláttur var upprunalegt heiti fyrirtækisins, en þrifahlutinn var seldur í góðærinu 2007 og þá var Lóðasláttur SF stofnað utan um garðvinnuna.
Hjá fyrirtækinu starfa fjórir ættliðir, fæddir á bilinu frá 1932 til 2001. Uppruna okkar og ættir rekjum við til Kópaskers í Öxarfirði, Norður-Þingeyjarsýslu.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á vandaða þjónustu við umhirðu garða og grasflata.
Við leggjum metnað okkar í fagleg vinnubrögð og ræktum hvern garð eins og hann væri okkar eigin.
Alhliða garðvinna er á okkar færi, það er ekki til sá garður sem við getum ekki fegrað á einhvern hátt. Helstu þjónustuþættir okkar eru:
Við gerum flest allt sem við kemur umhirðu garða s.s. áburðargjöf, kantskurður, beðahreinsun, aðstoðum með illgresi og útvegum úðun.
Við viljum veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu og ár eftir ár kjósa viðskiptavinir okkar að vera í áskrift hjá okkur. Ef þú hefur áhuga á að slást í hóp ánægðra viðskiptavina hafðu samband , hafðu samband og fáðu frítt tilboð í þjónustu á garðinum þínum.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar njóta afsláttarkjara af garðvinnu hjá okkur.
Í dag þjónustum við fjöldan allan af einstaklingum, heimilum, fyrirtækjum og húsfélögum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Vinna okkar hefur vakið eftirtekt og skilað fallegum görðum sem unnið hafa til verðlauna.
Við erum stolt af þjónustunni sem við veitum og leggjum okkur fram við að skila fallegu verki, sjónræn heildarmynd þeirra garða sem við vinnum við er okkur mikilvæg og við höfum næmt auga fyrir því sem betur má fara.
LÓÐASLÁTTUR FYRIR ÞIG
Þjónusta okkar er alhliða garðvinna með áherslu á garðslátt en við tökum einnig að okkur annars konar garðverk eins og beðahreinsun og trjáklippingar.
Skoðaðu verð fyrir garðvinnu því við veitum ellilífeyrisþegum og öryrkjum afslætti.
Viðskiptavinir okkar eru ánægðir, þeir velja að vera hjá okkur í þjónustu ár eftir ár og nánast allir upprunalegir viðskiptavinir okkar eru enn í viðskiptum við okkur. Á hverju ári bætast nýjir viðskiptavinir í hópinn, vertu velkomin/nn og hafðu samband við okkur.
Þú getur líka hringt í síma 899 0720 eða sent okkur tölvupóst á lodaslattur@lodaslattur.is
Starfsmenn
Gunnlaugur Hrannar Jónsson
Eigandi