Mynd af Tryggvaskáli

Tryggvaskáli

RestaurantTryggvaskáli er einstaklega fallegur a’la carte veitingastaður sem leggur áherslu á vandaða matreiðslu með fókus á hráefni úr héraði. Með virðingu fyrir störfum bænda, útbúa matreiðslumenn staðarins virkilega vandaðan mat þar sem íslenskar- og erlendar matreiðsluaðferðir blandast skemmtilega saman. Tryggvaskáli er elsta og sögufrægasta húsið á Selfossi, byggt árið 1890. Upplifðu góðan mat í einstöku húsi með fallegu útsýni yfir Ölfusá, vatnsmestu á landsins.Við í Tryggvaskála bjóðum upp á veisluþjónustu sem hæfir öllum tilefnum hvort sem veislan er haldin hjá okkur eða þar sem þú óskar. Við leggjum okkur fram við að vinna með þér til að gera veisluna þína ógleymanlega. Við leggjum áherslu á að vinna allar veitingar á staðnum úr úrvals hráefni úr náttúru Íslands.

Endilega hafið samband við okkur fyrir frekari upplýsingar. Sendu okkur tölvupóst eða smelltu á takkann hér fyrir neðan.

Senda fyrirspurn

  • Brúðkaupsveislur
  • Fermingaveislur
  • Afmæli
  • Erfidrykkjur
  • Fundir
  • Grillveislur
  • Móttökur
  • Uppákomurc