Mynd af Samband Íslenskra Framhaldsskólanema

Samband Íslenskra Framhaldsskólanema

Lógo af Samband Íslenskra Framhaldsskólanema

Sími 5514410

Rafstöðvarvegur 7-9, 110 Reykjavík

kt. 4811071800

SAGAN

Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) var stofnað þann 4.nóvember árið 2007 við sameiningu Hagsmunafélags framhaldsskólanema og Iðnnemasambands Íslands, en Félag framhaldsskólanema hafði liðið undir lok nokkrum árum fyrr. Markmiðið með stofnun SÍF var að setja á laggirnar stórt og öflugt hagsmunafélag fyrir alla nema á framhaldsskólastigi og stuðla þannig að því að brúa það bil sem hefur verið á milli bók- og iðnnáms og tryggja að ekki yrði brotið á réttindum eða hagsmunum framhaldsskólanema.

STARFSEMIN

Á þeim árum sem SÍF hefur starfað hefur félagið náð að verða kröftugt þrýstiafl í samfélaginu og helsti tengiliður framhaldsskólanema við stjórnvöld sem og fleiri aðila.

Nemendafélög allra framhaldsskóla landsins, 31 talsins (það eru tvö nemendafélög í MR), eiga aðild að SÍF og er sambandið því hagsmunastök allra framhaldsskólanema.

SÍF er með þjónustusamning við menntamálaráðnuneytið og á sambandið fulltrúa í ýmsum ráðum og nefndum á vegum ríkisins sem fjalla um málefni tengd framhaldsskólanemum. Þannig fær SÍF tækifæri til að taka þátt í ákvörðunum sem teknar eru og gætir þar hagsmuna nemenda. Einnig á SÍF fulltrúa í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

VERKEFNIN

Verkefni SÍF eru afar fjölbreytt; meðal annars eru árlega haldnir aðalfundir og sambandsstjórnarfundir með fulltrúum nemenda af öllu landinu, sambandið fær til umsagnar frumvörp til laga, tekur þátt í einstökum verkefnum með systrasamtökum erlendis, aðstoðar nemendur og nemendafélög ef upp koma vandamál og sinna öðrum einstökum verkefnum sem öll stuðla að bættum hag nemenda í framhaldsskólum. Í tilefni alþingiskosninganna í október 2016 stóð SÍF, í samvinnu við Landsamband æskulýðsfélaga fyrir fyrstu skuggakosningunum í framahaldsskólum á landsvísu. Alls tóku 22 skólar þátt og var áhugi, skólastjórnenda, kennara og nemenda mikill. Dagana 10.-13. október var haldin lýðræðisvika í skólunum með pallborðsumræðum, kynningarfundum og lýðræðisleikjum. Vikunni lauk með skuggakosningum þann 13.október. Vonir standa til að hægt verði að hafa skuggakosningar í framhaldsskólum ávallt þegar almennar kosningar verða haldnar í framtíðinni því það hefur sýnt sig í nágrannalöndunum að slíkar kosningar ýta undir lýðræðisvitund ungs fólks og þar með þátttöku þeirra í kosningum.

ALÞJÓÐASTARF

Þá er sambandið aðili að OBESSU (The Organizing Bureau of European School Student Unions), regnhlífasamtökum hagsmunafélaga námsmanna í Evrópu. Alþjóðafulltrúi SÍF og stundum aðrir úr framkvæmdastjórn fara á viðburði á vegum Obessu nokkrum sinnum yfir árið.
Markmið með alþjóðastarfi SÍF eru m.a. að byggja upp sterkt tengslanet við þau sambönd sem standa okkur hvað næst í málefnum innan Evrópu, vinna að réttindayfirlýsingum og stefnum í þágu framhaldsskólanema sem og auka við og miðla reynslu á viðburðum Obessu.
Nemendur og nemendafélög geta leitað til SÍF eftir aðstoð, með spurningar og hugmyndir um verkefni eða viðburði eða annað sem tengist framhaldsskólanemum.

STARFSMENN

Framkvæmdastjóri SÍF er Hildur Björgvinsdóttir.
Verkefnastjóri SÍF er Sara Þöll Finnbogadóttir.

Starfsmenn

Hildur Björgvinnsdóttir

Framkvæmdarstjóri
c