Mynd af Gamla Bíó samkomuhús

Gamla Bíó samkomuhúsHið sögufræga og fallega hús í hjarta Reykjavíkur, Gamla bíó, hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Öll aðstaða hefur verið betrumbætt sem þjónar nútíma þörfum en um leið er haldið í upprunalega hönnun og virðuleika. Notagildi Gamla bíós hefur því aukist til muna þar sem notkunarmöguleikarnir eru svo gott sem endalausir.Húsið getur verið ráðstefnuhús, tónleikastaður, leikhús, veislusalur, bíó eða nánast hvað það sem fólki dettur í hug. Í fyrsta sinn er nú einnig starfandi kaffihús og rooftop bar í Gamla bíói, en á þriðju hæð hússins er hin svokallaða Petersen svíta, þar sem Peter Petersen bjó, en hann var bíóstjóri í Gamla bíó og lét byggja húsið undir rekstur sinn. Í Petersen svítunni er starfandi kaffihús og bar, en þar eru líka rými sem henta vel til minni funda og veisluhalda.
Við í Gamla bíói leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og heimilislegt andrúmsloft í þessum glæsilegu húsakynnum. Við tökum fagnandi á móti öllu skapandi fólki og aðstoðum við að gera viðburði þeirra sem eftirminnilegasta.
Hvað má bjóða þér?
- Bíósæti, hringborð, langborð eða standandi viðburði?
- Rými fyrir allt að 300 manns í sæti, eða allt að 750 manns á fæti?
- Litla fundi eða stóra fundi?
- Má bjóða þér að halda viðburð í bíósalnum, á svölunum, í anddyrinu eða í Petersen svítunni?
- Svið sem má stækka, hækka, minnka, færa og láta hverfa?
- Hljóð- og ljósakerfi af fínustu sort?
- Öflugan myndvarpa og rosalega stórt bíótjald?
- Hlýlegt og alveg ofboðslega fallegt umhverfi?
- Heimilislegt andrúmsloft og persónulega þjónustu?
- Hafðu samband!Aðrar skráningar

Petersen svítan í Gamla bíó
Ingólfsstræti 2a, 101 Reykjavík

Starfsmenn

Guffi

Eigandi
guffi@gamlabio.is

Úlfar

Eigandi
ulli@gamlabio.is

Solveig María

Markaðs- og viðburðarstjóri
solveig@gamlabio.is
c