Mynd af Heiðarbær, veitingar sf

Heiðarbær, veitingar sf

Heiðarbær í Reykjahverfi er vel staðsettur fyrir þá sem skoða vilja austurhluta norðurlandsins. Njóta dvalar í góðu veðri og slappa af í rólegu umhverfi. Frá Heiðarbæ er stutt til flestra vinsælustu áningastaða ferðamanna á svæðinu eins og Mývatn, Goðafoss, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur og Laxá í Aðaldal. Heiðarbær er staðsettur á milli Húsavíkur og Mývatns við þjóðveg nr. 87 í 20 km fjarlægð frá Húsavík og 35 km frá Mývatni. Frá Húsavík eru á sumrin daglega hvalaskoðunarferðir, þar eru einnig söfn og áhugaverðir skoðunarstaðir. Í nágrenni Heiðarbæjar eru ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu. Meðal annars er boðið upp á jeppaferðir, skoðunarferðir og margt fleira, allan ársins hring. Í innan við 15 km fjarlægð eru aðilar sem bjóða upp á hestaferðir við allra hæfi. Stutt er að Laxárvirkjun og Grenjaðarstað. þá er innan við 500 metrar í einn frægasta hver á Íslandi "Ystihver" í landi Hveravalla.


Starfsmenn

Þorgrímur Sigurðsson

Framkvæmdastjóri

Sigríður Hjálmarsdóttir

c