Gistihúsið Hrafnagili

Hrafnagil er 12 km sunnan við Akureyri, vestan megin Eyjafjarðarár, við veg nr. 821. Við bjóðum upp á gistingu í gamla bænum á Hrafnagili í 5 herbergjum án baðs. Öll rúmin eru uppábúin rúm með morgunverði. Á efri hæðinni eru •2 x 2ja manna (tvö einföld sem hægt er að festa saman) •1x 4ra manna herbergi (fjögur fullbúin rúm) •Tvö sameiginleg baðherbergi (annað með sturtu og hitt með sturtubaðkari) Á neðri hæðinni eru •2x2ja manna herbergi •eitt sameiginlegt baðherbergi með sturtu •Sameiginleg stofa með sjónvarpi og dvd •Eldhús með því helsta til afnota (eftir morgunmat) Hægt er að fá rimlarúm, skiptiborð og auka rúm fyrir börn. Úti er góður garður með sólpalli og grilli. Gestum er velkomið að kynna sér búskapinn og nýta sér þvottaaðstöðu í samráði við gestgjafana. Yfir vetrartímann er hægt að leigja allt húsið í heild sinni.

Starfsmenn

Berglind Kristinsdóttir

Eigandi / framkvæmdastjóri
hrafnagil@gmail.com
c