Flóra ehf

Garðyrkjustöð Ingibjargar hefur staðið í hjarta Hveragerðis í meira en 25 ár og er hún nú samtals um 6.000 fermetrar undir gleri, 4.000 fermetrar í formi plasthúsa, auk ræktunarsvæða með vermireitum og sölusvæði.
Í garðyrkjustöðinni fást margar tegundir af sumarblómum, fjölæringum, trjám, runnum, rósum, matjurtum, garðskálaplöntum og pottaplöntum. Úrvalið fer eftir árstíma. Frá janúar til júlí eru aðallega ræktuð sumarblóm, en frá júlí til desember eru húsin nýtt undir græðlingatöku og jólastjörnuræktun. Þá eru laukblóm s.s. túlipanar, páskaliljur og hýasintur einnig þáttur í framleiðslunni.
Afurðir garðyrkjustöðvarinnar eru seldar í smásölu að Heiðmörk 38 og í heildsölu vítt og breitt um landið.
Starfsmenn
Þorvaldur Snorrason
EigandiSigríður Sigurðardóttir
EigandiRagna Sigurðar
EigandiKristinn Alexsandersson
Eigandi