Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu

Byggðasafn
Byggðasafn var opnað í Gömlubúð árið 1980 en aðdraganda að stofnun þess má rekja allt til ársins 1964 er sýslunefnd kaus fimm manna nefnd til að vinna að undirbúningi safnsins. Starfsemi byggðasafnsins nú fer aðallega fram í Gömlubúð og Pakkhúsi. Einnig eru ýmsar aðrar starfsstöðvar tengdar safninu.
Opnunartími
Byggðasafnið er opið allt árið um kring en yfir vetrarmánuðina þarf að gera boð á undan sér. Starfsmenn nýta veturinn til ýmissa verka en taka gjarnan á móti gestum og því gott að hafa samband í síma 470 8050 eða með því að senda tölvupóst á menningarmidstod@hornafjordur.is
Yfir sumarmánuðina er safnið opið á eftirfarandi tímum:
15. maí – 15. september er safnið opið alla daga frá 13.00-17.00.
Starfsmenn
Björn Gísli Arnarson
Safnvörðurbjorn@hornafjordur.is
