Ungmennafélag Íslands

UMFÍ leggur áherslu á að vinna að líkamlegum, andlegum og félagslegum þroska félagsmanna ásamt virðingu fyrir umhverfi og náttúru landsins. UMFÍ lætur sig varða lýðheilsu almennings og leggur sitt af mörkum við að búa komandi kynslóðum sem best uppvaxtarskilyrði.
Ungmennafélagsandinn er grundvöllur í öllu starfi UMFÍ, þar sem allir geta tekið þátt og verið hluti af öflugri liðsheild í samfélaginu. Sjálfboðaliðinn gegnir lykilhlutverki í starfsemi UMFÍ. Starf hans einkennist af hjálpsemi og því að láta gott af sér leiða.
UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög. UMFÍ leggur áherslu á fagleg vinnubrögð, jákvæð samskipti og samstarf með sameinaða krafta að leiðarljósi.
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga skammstafað UMFÍ. Sambandsaðilar eru 30.
Alls eru 309 félög innan UMFÍ og 169 sjálfstæðar deildir innan þeirra með um 100.000 skráða félagsmenn.
Starfsmenn
Auður Inga Þorsteinsdóttir
Framkvæmdastjóri