Mynd af Múrlína ehf

Múrlína ehfMúrlína ehf er rótgróið og öflugt fyrirtæki sem býr yfir sérhæfingu í öllu sem viðkemur múrverki, innanhúss sem utan.

Fyrirtækið hefur á að skipa fjölmennum hópi fagmenntaðra múrara með góða og fjölbreytta reynslu. Hópurinn hefur sérhæft sig í öllu sem viðkemur hefðbundnu múrverki sem og nýjungum í múrverki, innanhúss og utan, í smáum verkum sem stórum.

Utanhúsmúrverk er ein okkar sérgreina. Við höfum klætt mörg hús að utan, m.a. með vönduðum múrkerfum frá Steypustöðinni og BM. Vallá. Einnig höfum við gert við stærri sem smærri fasteignir að utanverðu, hraunað, steinað og/eða pússað.

Í innanhússmúrverki má nefna flísalagnir, Terrazzolagnir og slípanir, sérvinnu við steypu, slípun á Terrazzoborðplötum auk ýmiskonar sérvinnu eftir pöntunum einstaklinga og arkitekta.

Markmið fyrirtækisins er fagmannlega vinna í hvívetna, og ánægja viðskiptavina okkar.Starfsmenn

Þórir Magnússon

Framkvæmdastjóri
thorir@murlina.is

Svanur Þórisson

Múrarameistari
svanur@murlina.is
c