Efla verkfræðistofa

EFLA verkfræðistofa er alhliða ráðgjafarfyrirtæki í verkfræði, tækni og samfélagsgerð. EFLA vinnur með öll meginsvið verkfræði og tengdra greina. EFLA á rætur til 1973.
Hlutverk EFLU verkfræðistofu er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum og efla samfélagið, með því að veita alhliða ráðgjöf í verkfræði og tækni, ásamt því að stunda þróunarstarfsemi og rannsóknir á tengdum sviðum.
EFLA verkfræðistofa starfar samkvæmt vottuðu gæðastjórnunarkerfi ISO 9001 og vottuðu umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001 og er í vottunarferli fyrir öryggisstjórnunarkerfi OHSAS 18001. EFLA er með vottun frá BSI British Standard Institude. EFLA var handhafi Íslensku gæðaverðlaunanna 2006 og Íslensku umhverfisverðlaunanna sama ár.
EFLA verkfræðistofa býr yfir öflugum mannauð, með 200 starfsmenn á Íslandi og 50 í erlendum dóttur- og hlutdeildarfyrirtækjum.
Hjá EFLU verkfræðistofu starfa m.a. Bygginga-, véla- og rafmagnsverkfræðingar og tæknifræðingar, bruna-, öryggis- og áhættusérfræðingar, hljóðverkfræðingar, umhverfisverkfræðingar og umhverfisfræðingar, umferðar- og skipulagsverkfræðingar, arkitekt, jarðverkfræðingar og jarðfræðingar, efnaverkfræðingar, líffræðingar, landfræðingar, mælingamenn, tækniteiknarar, iðnaðarmenn, rekstrarverkfræðingar og viðskiptafræðingar.
Við erum brautryðjendur, eltum ekki aðra og hjá okkur eru allir með – allir skapandi. Við erum áhugasöm og höfum gaman af því sem við gerum og það gerir okkur kleift að gera það ómögulega, að leysa illleysanleg vandamál – hjá okkur er „allt mögulegt“.
Gildi EFLU eru: “Frumkvæði – Hugrekki – Samvinna”
Starfsmenn
Guðmundur Þorbjörnsson
Framkvæmdastjórigudmundur.thorbjornsson@efla.is
Sigríður Sigurðardóttir
Sviðsstjórisigridur.sigurdardottir@efla.is
Brynjar Bragason
Sviðstjóribrynjar.bragason@efla.is
Baldvin Einarsson
Sviðsstjóribaldvin.einarsson@efla.is
Helga J. Bjarnadóttir
Sviðsstjórihelga.j.bjarnadottir@efla.is
Jón Vilhjálmsson
Sviðsstjórijon.vilhjalmsson@efla.is
Arinbörn Friðriksson
Sviðsstjóriarinbjorn.fridriksson@efla.is
