Mynd af Hafkalk ehf

Hafkalk ehf

Hafkalk ehf. sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða fæðubótarefnum úr hafinu og er jafnframt söluaðili fyrir steinefnafóður og jarðvegsbætiefni framleidd af Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf. á Bíldudal. Hafkalk ehf. var stofnað árið 2000 með aðaláherslu á ræktun kræklings í Arnarfirði en hóf rekstur í núverandi mynd í janúar 2009. Eigandi og stofnandi fyrirtækisins er Jörundur Garðarsson sem hefur áralanga reynslu úr matvælaiðnaði og gæðastjórnun.

Hafkalk ehf. leggur mikla áherslu á hámarks gæði og hreinleika vörunnar og vinnur samkvæmt HACCP og GMP gæðastöðlum við framleiðsluna. Einungis eru notuð innihaldsefni af hæsta gæðaflokki fyrir allar framleiðsluvörur félagsins og jafnframt eru allar framleiðsluvörur fyrirtækisins lausar við fylliefni, kekkjavarnarefni og önnur óæskileg íblöndunarefni.

Vottunarstofan Tún staðfesti á árinu 2012 að Hafkalk ehf. uppfylli reglur um framleiðslu náttúruvara og er fyrirtækinu heimilt að nota merki Túns á vörur sínar.

Með vottun Túns er staðfest að Hafkalk noti einungis viðurkennd hráefni við framleiðslu á hinum vottuðu vörum, að aðferðir við úrvinnslu og blöndun samræmist reglum um framleiðslu náttúruvara, og að gæðastjórnun, skráningar og merkingar uppfylli settar kröfur.

Vörur sem fengið hafa vottun að þessu sinni eru:

  • Hafkalk fæðubótarefni
  • Hafkorn jarðvegsbætiefni
  • Hafbú steinefnafóðurbætir
  • Hafgæla bætiefni fyrir gæludýr


Starfsmenn

Jörundur Garðarsson

Eigandi

Jón Garðar Jörundsson

Framkvæmdastjóri
c