Mynd af Minjastofnun Íslands

Minjastofnun Íslands



Minjastofnun Íslands er stjórnsýslustofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Höfuðstöðvar stofnunarinnar eru á Suðurgötu 39 í Reykjavík en útstöðvar eru í Stykkishólmi, Sauðárkróki, Akureyri, Djúpavogi, Bolungarvík og á Selfossi. Lög um menningarminjar nr. 80/2012 tóku gildi 1. janúar 2013. Samkvæmt þeim voru tvær stofnanir, Húsafriðunarnefnd ríkisins og Fornleifavernd ríkisins sameinaðar í nýja stofnun, Minjastofnun Íslands. Forstöðumaður hinnar nýju stofnunar er Kristín Huld Sigurðardóttir. Ráðgefandi nefndir fyrir stofnunina eru fornminjanefnd og húsafriðunarnefnd.



Samkvæmt lögum er hlutverk Minjastofnunar að:

a. hafa eftirlit með fornleifum í landinu og friðuðum húsum og mannvirkjum,

b. vinna að stefnumörkun um verndun fornleifa og byggingararfs ásamt fagnefndum,

c. setja reglur um og hafa yfirumsjón með skráningu friðaðra og friðlýstra fornleifa, húsa og mannvirkja,

d. halda heildarskrár um allar friðaðar og friðlýstar fornleifar, friðlýsta legsteina og minningarmörk og friðuð og friðlýst hús og mannvirki,

e. gera tillögur til ráðherra um friðlýsingu og afnám hennar,

f. ákveða skyndifriðun menningarminja ef þörf krefur,

g. setja reglur og skilyrði um rannsóknir fornleifa sem hafa jarðrask í för með sér og hafa eftirlit með öllum fornleifarannsóknum í landinu,

h. fjalla um og veita leyfi til stað- og tímabundinna fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér,

i. framkvæma nauðsynlegar rannsóknir, svo sem neyðarrannsóknir, vettvangskannanir til að staðfesta umfang og eðli minja og aðrar skyndirannsóknir,

j. hafa eftirlit með og annast leyfisveitingar vegna flutnings menningarminja til annarra landa,

k. úthluta úr fornminjasjóði og húsafriðunarsjóði að fengnum umsögnum fagnefnda og annast umsýslu þeirra,

l. hafa eftirlit með framvindu verkefna sem fá styrk úr sjóðunum,

m. ákveða aðra ráðstöfun fjár úr fornminjasjóði og húsafriðunarsjóði í samráði við húsafriðunarnefnd og fornminjanefnd,

n. annast framkvæmd laga um skil á menningarverðmætum til annarra landa,

o. setja á fót minjaráð á hverju minjasvæði og bera ábyrgð á starfsemi þeirra,

p. annast önnur verkefni samkvæmt ákvörðun ráðherra.

Fornminjanefnd hefur eftirfarandi hlutverk,

• að vinna að stefnumörkun um verndun fornleifa og fornleifarannsóknir ásamt Minjastofnun Íslands

• að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu fornleifa og afnám friðlýsingar samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra

• að setja fornminjasjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir

• að veita umsögn um styrkumsóknir úr fornminjasjóði

• að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum.

Húsafriðunarnefnd hefur eftirfarandi hlutverk,

• að vinna að stefnumörkun um verndun byggingararfs ásamt Minjastofnun Íslands

• að fjalla um tillögur stofnunarinnar um friðlýsingu húsa og mannvirkja, afnám friðlýsingar, breytingar á friðlýstum húsum og mannvirkjum eða förgun þeirra samkvæmt ákvæðum laga þessara áður en þær eru sendar ráðherra

• að setja húsafriðunarsjóði úthlutunarreglur sem ráðherra staðfestir

• að veita umsögn um styrkumsóknir úr húsafriðunarsjóði

• að sinna öðrum verkefnum sem henni kunna að vera falin samkvæmt lögum.




Starfsmenn

Guðlaug Vilbogadóttir

Sérfræðingur
gudlaug@minjastofnun.is

Hanna Jóhannsdóttir

Ritari
hanna@minjastofun.is

Gunnþóra Guðmundsdóttir

Arkitekt
gunnthora@minjastofnun.is

Esther Anna Jóhannsdóttir

Fjármálastjóri
esther@minjastofnun.is

Kristín Huld Sigurðardóttir

Forstöðumaður
kristinhuld@minjastofnun.is

Agnes Stefánsdóttir

Sérfræðingur
agnes@minjastofnun.is

Magnús A. Sigurðsson

Minjavörður Vesturlands
magnus@minjastofun.is

Kristinn Magnússon

Sérfræðingur
kristinn@minjastofnun.is

Pétur H. Ármannsson

Arkitekt
petur@minjastofnun.is

Sigurður Bergsteinsson

Minjavörður Norðurlands
sigurdur@minjastofnun.is

Uggi Ævarsson

Minjavörður Suðurlands
uggi@minjastofnun.is

Þór Hjaltalín

Minjavörður Norðurlands vestra
thor@minjastofnun.is

Einar Ísaksson

Minjavörður Vestfjarða
einar@minjastofnun.is

Ásta Hermannsdóttir

Verkefnastjóri
asta@minjastofnun.is

Oddgeir Ísaksson

Sérfræðingur
oddgeir@minjastofnun.is

Rúnar Leifsson

Minjavörður Austurlands
runar@minjastofnun.is
c