Aftann ehf
Við hjá Aftni ehf. önnumst plastsuðu og viðgerðir á ýmsum hlutum sem gerðir eru úr pólýetýlen. Aðallega er hér um að ræða fiskikör, sem allstaðar eru orðin ráðandi varðandi flutninga og geymslu á fiski. Einnig sjáum við um breytingar á svona körum. Algengt er að t.d. trillusjómenn þurfi að láta minnka eða stækka körin, til að þau passi í báta þar sem rými er lítið. Við getum komið með suðuvélina á staðinn nánast hvar sem er á landinu sé þess óskað. Þá þurfum við svolítið húspláss, aðgang að rafmagni og afnot af litlum lyftara. Algengast er að viðskiptamenn okkar komi körunum til okkar á verkstæðið og sæki þau einnig, en ef um það er að ræða, getum við vel annast þessa flutninga. Margir hlutir eru gerðir úr þessu frábæra efni, sem heitir pólýetýlen. Alla slíka hluti getum við lagað. Ekkert verkefni er of lítið eða of stórt fyrir okkur. Fljótlega munum við einnig geta tekið að okkur viðgerðir með annars konar plastefni, t.d. trefjaplasti.
Reynið viðskiptin við okkur.
Starfsmenn
Grétar Kristjónsson
Eigandi