Mynd af Thorvaldsensfélagið

Thorvaldsensfélagið


Þegar Thorvaldsensfélagið var 25 ára árið 1901 voru félagskonur sammála um að stofna Bazar eða verslun sem væri opin að staðaldri og þar yrðu seldar heimaunnar vörur. Konurnar vissu sem var að margt hagleiksfólk vildi gjarnan selja handverk sitt og drýgja með því tekjurnar eða jafnvel að eiga þá fyrir nauðsynjum. Vörurnar voru seldar í umboðssölu og álagningin var aðeins 10% sem rann í félagssjóð, því öll vinna við verslunina var unnin í sjálfboðavinnu.

Ullarvörur voru helsta söluvaran en oft kom fyrir að fólk vildi láta selja fyrir sig ýmsa gamla og sjaldséða muni svo sem silfurkönnur, stokkabelti, millur og men. Útskurðarmeistarar komu með útskurð sinn, aska, ramma, hillur og fleira og gull- og silfursmiðir vildu selja fallegt kvenskart og silfurbúnar svipur svo eitthvað sé nefnt. Handverkið var í fyrirrúmi og ekki má gleyma útsaumuðum dúkum, ofnum borðrenningum og fallega prjónuðum rósavettlingum, peysum og sokkum. Þannig stuðlaði Thorvaldsensfélagið að því með verslun sinni að vera lyftistöng fyrir íslenskan heimilisiðnað og ýmiss konar listiðnað og enn í dag er það markmið Thorvaldsensbazarsins að vera með fallegar handunnar vörur til sölu.The heart, soul and centre of activities is the Thorvaldsen Bazaar, the old shop in Reykjavik's city centre, established in 1901 and now 114 years old. The merchandise consisted mainly of handknitted woollen garments sold on commission. However, there were several other skilled people happy to be able to earn some money for their work, such as goldsmiths, wood carvers and seamstresses. When the society celebrated its 25th anniversary the members decided that they needed a permanent location to sell these wares and so the Bazaar was founded. The Bazaar Committee is in charge of staffing the shop and scheduling the work shifts. The society has only one paid employee, the shop manager.Starfsmenn

Anna Katrín Jónsdóttir

Verslunarstjóri
bazarthorvaldsens.is
c