Mynd af Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda

Lógo af Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda

Sími 8400840

Fiskislóð 65, 101 Reykjavík

kt. 6604942519

Um samtökin

Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda – SFÚ voru stofnuð 1994 en hétu í upphafi Samtök fiskvinnslu án útgerðar. Félagar í SFÚ eru stærstu samtök landsins í fiskvinnslu sem kaupa hráefni sitt í umhverfi frjálsrar verðmyndunar. Innan vébanda samtakanna starfa stór og meðalstór fiskvinnslufyrirtæki sem hafa verið leiðandi í framleiðslu og markaðssetningu fiskafurða um árabil eða frá því fiskmörkuðum á Íslandi var hleypt af stokkunum árið 1987. Elstu fyrirtækin innan samtakanna eru þó nokkru eldri eða yfir 30 ára gömul.

Samtökin hafa um árabil beitt sér fyrir frelsi í viðskiptum með fisk og að allur fiskur fari á innlendan markað og að fjárhagslegum aðskilnaði veiða og vinnslu verði komið á. Hafa fyrirtæki innan SFÚ löngum greitt hæðstu meðalverð fyrir hráefni sem í boði hefur verið, útgerðum og sjómönnum til hagsbóta.

Starfsmenn

Arnar Atlason

Formaður
c