Mynd af Öryrkjabandalag Íslands

Öryrkjabandalag Íslands

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) er heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi, stofnað 5. maí 1961. Bandalagið er regnhlífarsamtök aðildarfélaga fatlaðs fólks og aðstandenda þeirra. Aðildarfélögin starfa á landsvísu sem hagsmunasamtök ólíkra fötlunarhópa. Hvert og eitt með sérþekkingu á sínu sviði og veita margskonar fræðslu og stuðning. Samanlagður félagafjöldi þeirra er yfir 30 þúsund manns.

Alþjóða heilbrigðis stofnununin, WHO skilgreinir 15% mannkyns með fötlun. Samkvæmt því eru um 55 þúsund íslendingar með fötlun. Öryrkjabandalagið er hagsmuna- og mannréttindasamtök þeirra. Markmið bandalagsins er að íslenskt þjóðfélag verði samfélag jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar, óháð líkamlegu og andlegu atgervi, njóti mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Hlutverk bandalagsins er að koma fram fyrir hönd fatlaðs fólks gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum svo sem varðandi löggjöf, framkvæmd hennar og í dómsmálum er snerta rétt þess.

c