Miðgarðar ehf

Miðgarðar er elsta hús Grenivíkur og er það einstök upplifun að gista í þessu húsi. Efri hæð hússins hefur að geyma 5 herbergi og eru tvö rúm í hverju herbergi. Á neðri hæð hússins er salerni, sturta, setustofa, eldhús og salur. Neðri hæð hússins er aðgengileg gestum Hamraborgarinnar. Hamraborgin og Miðgarðar til samans bjóða upp á 18 uppábúin rúm og svo er hægt að koma fyrir dýnum inn í herbergin þannig að hægt er að taka á móti hópum upp að 25 manns. Eldunaraðstaða er á Miðgörðum sem og útigrill þannig að það er allt til alls þegar kemur að matseld. Á sumrin erum við með hús skólans til afnota og getum við boðið upp á svefnpokagistingu þannig að þar er hægt að taka á móti 30-40 manns.

Starfsmenn

Gísli Gunnar Oddgeirsson

Framkvæmdastjóri

Viðar Júlíusson

c