Mynd af Bílaréttingar & bílasprautun Sævar ehf

Bílaréttingar & bílasprautun Sævar ehfBílaréttingar Sævars var stofnað árið 1985 af Sævari Péturssyni og hefur verið starfrækt síðan með góðum árangri. Árið 2014 lét Sævar af störfum og við stjórnartaumunum tók Gestur Sævarsson bifreiðarsmiður.

Bílaréttingar Sævars var upphaflega með sína starfsstöð í Skeifunni 17 og var starfrækt þar í 16 ár, eftir það flutti verkstæðið upp á Bíldshöfða 5a og var þar í 5 ár. Árið 2006 flutti verkstæðið niður í Skútuvog 12h og hefur verið starfrækt þar síðan.

Í gegnum öll þessi ár hefur aragrúi bíla og ánægðra viðskiptavina farið í gegnum okkur. Við leggjum mikinn metnað í okkar viðgerðir og trúum því að ánægður viðskiptavinur sé besta auglýsingin.

Kíktu á okkur í Bílaréttingar Sævars við tökum vel á móti þér!


Starfsmenn

Gestur Sævarsson

Eigandi

Kort

c