
Endurskoðun og ráðgjöf ehf

Endurskoðun og ráðgjöf ehf
Hóf rekstur endurskoðunarstofu að Garðatorgi 7 árið 2000. Starfsmenn eru ellefu.
Reynsla og fagmennska
Starfsmenn Endurskoðunar og ráðgjafar ehf hafa reynslu á sviði endurskoðunar, bókhalds og skattaráðgjafar. Viðskiptavinir okkar koma úr hinum ýmsu atvinnugreinum, m.a. sjávarútvegi, landbúnaði, ferðaþjónustu, iðnaði, verslun, heilbrigðis- og listageiranum og þjónustugreinum. Einnig veitum við þjónustu við félagasamtök og húsfélög.
Endurskoðun og ársreikningar: Við tökum að okkur endurskoðun og ársreikningagerð fyrir öll rekstrarform fyrirtækja og félaga. Viðskiptaþjónusta: Færsla bókhalds/VSK uppgjör. Bókhald er fært jafnóðum svo t.d. auðveldara sé að gera vsk. skýrslur sem skila þarf á tveggja mánaða fresti. Launaútreikningar. Við tökum að okkur að reikna út mánaðarlaun starfsmanna og göngum frá skilagreinum fyrir staðgreiðslu og launatengd gjöld. Stofnun félaga. Við aðstoðum og veitum ráðgjöf við stofnun félaga s.s. firma, sameignarfélaga, samlagsfélaga, einkahlutafélaga og hlutafélaga. Skjalagerð. Við aðstoðum fyrirtæki og einstaklinga við ýmiskonar skjalagerð. Verðmöt. Við aðstoðum fyrirtæki við verðmöt. Skattamál: Skattframtöl. Við önnumst skattframtöl fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Skattaráðgjöf. Við veitum ráðgjöf varðandi skattamál í rekstri fyrirtækja og til einstaklinga.
|
Starfsmenn
Eymundur Sveinn Einarsson
Löggiltur endurskoðandiJóhann Magnús Ólafsson
ViðskiptafræðingurHenry Örn Magnússon
ViðskiptafræðingurAgnar Páll Ingólfsson
ViðskiptafræðingurArndís Magnúsdóttir
VerkefnastjóriSteinunn G. Svavarsdóttir
ViðskiptaþjónustaAnna Guðmundsdóttir
Sigríður Jónína Helgadóttir
Viðurkenndur bókariAndri Ottó Ragnarsson
HagfræðingurIngibjörg Sigurðardóttir
ViðskiptafræðingurHerdís Kristjánsdóttir
