Mynd af Jón og Óskar

Jón og Óskar

Úr og skartgripir

Jón & Óskar er alhliða úra-, skartgripa- og gjafavöruverslun sem var stofnsett árið 1971. Verslunin er staðsett að Laugavegi 61, Kringlunni og Smáralind og er ein stærsta og glæsilegasta úra-og skartgripaverslun á Íslandi.

Í versluninni eru félagar í fagfélögum úra og gullsmíða og bjóða vandaða og persónulega þjónustu. Þeir hafa umboð fyrir fjölda vörumerka en milliliðalaus viðskipti tryggja bestu verðin.

Verslunin er ein af rótgrónustu verslunum í miðbænum og hefur 40 ára reynslu og þekkingu fram að færa.

Í versluninni er boðið upp á notalega og góða aðstöðu og sérstakt herbergi til að skoða trúlofunar-og giftingarhringa í ró og næði.

Þeir sem ekki hafa tök á að komast í verslunina geta síðan pantað vörur í gegnum netið eða síma og fengið þær sendar með pósti.
Aðrar skráningar

Jón og Óskar
Kringlan , 103 Reykjavík
Jón og Óskar
Smáralind , 201 Kópavogur

Starfsmenn

Hákon Jónsson

Framkvæmdastjóri
hakon@jonogoskar.is
c