Örvi, starfsþjálfun/Iðja

Um Örva

Örvi hóf starfsemi sína árið 1984 og hefur verið í núverandi húsnæði að Kársnesbraut 110, Kópavogi frá árinu 1987.

Starfsmenn Örva eru að jafnaði hátt í 40 í heildina.

Um 30 starfsmenn með skerta starfsgetu (þjónustunotendur) geta verið í starfshæfingu eða starfsþjálfun hverju sinni. Aðeins er boðið upp á viðveru hálfan daginn, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Fullnýtt pláss hvers og eins jafngildir 44% starfshlutfalli en sumir eru þó í lægra starfshlutfalli.

Aðrir starfsmenn eru 7; forstöðumaður, verkstjórar, starfsráðgjafar og fulltrúi á skrifstofu.

Starfsemi Örva er tvíþætt. Annars vegar fer fram þjálfun og styrking einstaklinga með skerta starfsgetu sem hefur það að markmiði að gera viðkomandi hæfari til starfa á almennum vinnumarkaði. Hins vegar er Örvi fyrirtæki í umtalsverðum rekstri. Framleiðsla plastumbúða og ýmis önnur verkefni fyrir viðskiptavini (pökkun, flokkun og samsetningar) er grundvöllurinn sem starfsþjálfunin hvílir á.

Starfsmenn

Birgitta Bóasdóttir

Forstöðumaður
c