Mynd af Bílgreinasambandið

Bílgreinasambandið

Lógo af Bílgreinasambandið

Sími 5681550

Borgartún 35, 105 Reykjavík

kt. 4401810159

Bílgreinasambandið (BGS) er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. Í Bílgreinasambandinu eru 155 fyrirtæki þ.e. almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingaverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og aðrir þjónustuaðilar í bílgreininni.


BGS var stofnað 14. nóvember 1970 með samruna tveggja félaga, Sambands bílaverkstæða á Íslandi ( stofnað 1933 ) og Félags bifreiðainnflytjenda ( stofnað 1954 ). BGS er því í raun sameiginleg samtök stéttarfélaga og vinnuveitenda en samvinna hefur alla tíð verið mikil og góð með launþegum og launagreiðendum í bílgreinum, enda hafa yfirmenn fyrirtækjanna gjarnan verið „niðri á gólfinu“ til jafns við starfsmennina, umfram það sem oftast gerist í öðrum starfsgreinum.


Bílgreinasambandið var stofnað að norrænni fyrirmynd og hefur alla tíð haft mikla samvinnu við systursamtök sín á Norðurlöndum.
Aðal hvatamaður að stofnun Bílgreinasambandsins og fyrsti formaður var Gunnar Ásgeirsson. Síðan hafa formenn verið: Geir Þorsteinsson, Ingimundur Sigfússon, Þórir Jónsson, Þórir Jensen, Gísli Guðmundsson, Sigfús Sigfússon, Hallgrímur Gunnarsson, Bogi Pálsson, Erna Gísladóttir, Úlfar Steindórsson, Egill Jóhannsson, Guðmundur Ingi Skúlason, Sverrir Viðar Hauksson og Jón Trausti Ólafsson.

Bílgreinasambandið gekk úr Vinnuveitendasambandi Íslands árið 1998 og átti því ekki hlut að Samtökum atvinnulífsins er þau voru stofnuð. BGS var hins vegar alla tíð þátttakandi í Landssambandið iðnaðarmanna og Samtökum málm- og skipasmiða. Það átti líka aðild að lífeyrissjóðum iðnaðarmanna innan sinna raða og átti þar forystumönnum á að skipa, svo sem Þóri Jónssyni og Geir Þorsteinssyni.
Fyrsti sjálfstæði kjarasamningur Bílgreinasambandsins annars vegar en Samiðnar hins vegar var gerður árið 2000.

Starfsmenn

María Jóna Magnúsdóttir

Framkvæmdarstjóri
568-1550
maria@bgs.is

Erna Hanna Guðjónsdóttir

Skrifstofustjóri
568-1550
hanna@bgs.is
c