Mynd af HLJÓÐX / Hljóðfæraverslunin Rín

HLJÓÐX / Hljóðfæraverslunin Rín

HljóðX er þjónustufyrirtæki sem býður upp á faglega ráðgjöf og föst verðtilboð í hönnun, uppsetningu, sölu og leigu á hljóð-, ljósa- og myndkerfum. Búnaður frá HljóðX eru ávallt af nýjustu og fullkomnustu gerð og koma frá heimsþekktum framleiðendum sem eru með leiðandi vörumerki á markaðnum eins og AKG hljóðnemar, BSS Audio, Crown magnarar, DBX, JBL hátalarar, Lexicon, Soundcraft, Roland, ClayPaky og Denon.

Starfsmenn HljóðX hafa áralanga reynslu í umsjón og tæknivinnslu hvers kyns hljóð- og ljósabúnaðar. Þeir sérhæfa sig í að sinna margvíslegum þörfum viðskiptavina. Sérþekking þeirra tryggir að þú færð alltaf bestu fáanlegu þjónustu sem völ er á.

Starfsmenn HljóðX sjá um uppsetningu tæknibúnaðar fyrir tónleika, ráðstefnur, vörusýningar, veislur, ræðuhöld og margt fleira. Þeir hafa einnig innsett hljóð- og ljósakerfi í mörg af helstu fyrirtækjum landsins m.a. Orkuveitu Reykjavíkur, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Háskólabíó, Broadway, Spot, Miðgarð, Tónlistaskólann á Akranesi, Ásvallarlaug, Sunnulækjarskóla, Landsnet, Þjóðminjasafnið, Hallgrímskirkju og Íslenska erfðagreiningu.


Verslunin Rín

img srcHljóðfæraverslunin Rín var stofnuð árið 1942 af Stefáni og Herdísi Lyngdal. Keppinautar hafa komið og farið í áranna rás, en Rín hefur staðið traustum fótum í hljóðfæraviðskiptum í 70 ár.

Þegar búðin var opnuð geisaði stríð og vörur fengust ekki nema frá Austur-Evrópu. Hljóðfærastreymið um Rín hefur aukist að umfangi og fjölbreytni í áranna rás, en úrvalið hefur mótast af tísku hvers tíma.

Stefán Lyngdal var þekktur harmónikkuleikari á sinni tíð og nikkan skipaði verulegan sess í hillum Rínar.

Auk hljóðfæra voru í upphafi einnig seldar rafmagnsvörur og ljósabúnaður. Verslunin var fyrst á Njálsgötu 23 og um tíma með útibú á horni Laugavegar og Vitastígs.

img src largeStefán og Herdís festu síðan kaup á húsnæði Rínar við Frakkastíg skömmu áður en Stefán lést árið 1962. Búðin stóð þar í ein 40 ár eða þar til plássleysið fór að segja til sín.

Hljóðfæraverslunin Rín flutti starfsemi sína að horninu á Stórholti og Brautarholti í júlí 2004. Árið 2014 flutti Rín að Grensásvegi 12 og sameinast þar verslun HljóðX.

Núverandi eigandi Rínar er ID Electronic ehf. sem einnig rekur fyrirtækið HljóðX, hljóð-, ljósa- og myndkerfaleigu og sölu á Grensásvegi 12, Reykjavík og Drangahrauni 5, Hafnarfirði.

Starfsmenn

Ingólfur Arnarson

Framkvæmdastjóri
ing@simnet.is

Valgarður Arnarson

valli@hljodx.is

Tryggvi Valgeirsson

tv@email.is

Vörumerki og umboð

Xantech
Fjarstýringar og fleira
Nady
Hljóðnemar og fleira
Denon / Marantz Professional
DJ vörur og afspilunartæki
Gemini
DJ vörur
Fostex
Upptökutæki og fleira
Soundcraft
Mixerar
Lexicon Pro
Tæki fyrir hljómsveitir og studio
JBL Professional.com
Hátalarar
dbx Professional Products
Tæki fyrir hljómsveitir og studio
Crown Audio
Kraftmagnarar, hljóðnemar
BSS Audio
Hljóðkerfisstýringar
AKG Acoustics
Hljóðnemar, heyrnatól

Kort

c