Viðskiptaþjónustan ehf

Viðskiptaþjónustan hefur starfað í 20 ár og alltaf hefur verið lögð áhersla á víðtæka viðskiptaþjónustu ásamt vandaðri bókhaldsþjónustu. Nýir eigendur komu að rekstrinum á árinu 2003.
Viðskiptaþjónustan nýtir sér menntun og sérþekkingu starfsmanna sinna í þína þágu. Okkar markmið er að þú náir hámarksárangri. Hjá okkur starfar fólk með menntun á sviðum viðskiptafræða, rekstrarfræða ásamt ítarlegri þekkingu á bókhalds- og reikningsskilum.
- Við vitum að ánægður viðskiptavinur er okkar besta auglýsing.
Árni Grétar Gunnarsson - Framkvæmdastjóri
Árni er viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík. Árni starfaði lengi við eigin atvinnurekstur, alltaf með góðum árangri. Á árunum 1997 - 2003 starfaði hann sem aðalbókari og fjármálastjóri hjá Bræðrunum Ormsson. Árni er aðaleigandi Viðskiptaþjónustunnar.
Rúnar Árnason - Viðskiptafræðingur
Rúnar er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst. Hann hefur auk þess M.sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Rúnar hefur unnið hjá Viðskiptaþjónustunni samhliða námi við ráðgjöf, bókhald og sem umboðsmaður hér á landi fyrir alþjóðleg fyrirtæki.
Starfsmenn
Árni G Gunnarsson
FramkvæmdastjóriJóhann Skarphéðinsson
Uppgjörsbókari