Steinkompaníið
SteinKompaníið er stofnað af þremur félögum sem hafa þekkst um árabil og hafa starfað í íslenskum steiniðnaði í um 20 ár eða lengur.
Brynjar Sveinbjörnsson steinsmiður var lengi framleiðslustjóri hjá Shelgasyni Steinsmiðju í Kópavogi.
Þór Sigmundsson steinsmiður og skrúðgarðyrkjumaður var um tíma samferða Brynjari í Shelgasyni og starfaði hjá hjá Birni og Guðna ehf. garðverktökum.
Þorkell Einarsson skrúðgarðyrkjumeistari og eigandi Gráteins ehf. sem er í garðverktöku og steinsmíði jöfnum höndum. Saman reka þeir SteinKompaníið ehf. sem mun sinna flestu því sem íslenskur steiniðnaður krefst, þó með megin áherslu á íslenskt hráefni og íslenskan veruleika. Samstarf við hönnuði og verkkaupa, hverju nafni sem þeir nefnast er vel þegið og sjálfsagt, auk þess sem sérsmíði hvers konar er sjálfsögð. Vinna við uppsetningu á örnum er einnig á dagskrá fyrirtækisins, sem og hönnun þeirra. Alltaf með íslenskri hefð að leiðarljósi.
Starfsmenn
Brynjar
Þór
