Keflavíkurflugvöllur ohf

Keflavíkurflugvöllur ohf. tók við rekstri Keflavíkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar 1. janúar 2009 en félagið var stofnað til að annast rekstur, viðhald og uppbyggingu flugvallarins og flugstöðvarinnar. Félagið annast einnig flugleiðsöguþjónustu og þjónustu við flugrekendur, rekstur verslana með tollfrjálsar vörur og aðra starfsemi sem nauðsynlegt er að sé innan haftasvæðis flugverndar auk þess að sjá um hagnýtingu flugvallarins í þágu öryggis- og varnarmála. Með stofnun Keflavíkurflugvallar ohf. er stefnt að hagræðingu og skilvirkni í rekstri flugvallarins og flugstöðvarinnar og lagður grundvöllur að nýrri starfsemi og þjónustu á sviði flugs og viðskipta. Samgönguráðherra fer með hlut ríkisins í félaginu en forstjóri er Björn Óli Hauksson rekstrarverkfræðingur. Starfsemi Keflavíkurflugvallar skiptist í sex svið: fjármálasvið, flugvallarsvið, flugleiðsögusvið, flugverndarsvið, viðskiptasvið og rekstrarsvið. Fríhöfnin ehf. er dótturfélag Keflavíkurflugvallar ohf. og sér um rekstur fríhafnarverslana í flugstöðinni. Starfsmenn félaganna eru 400 og áætluð velta á fyrsta starfsári er ríflega tíu milljarðar króna.

Starfsmenn

Björn Óli Hauksson

Forstjóri
c