Mynd af Ferðaskrifstofa Akureyrar ehf

Ferðaskrifstofa Akureyrar ehf

Ferðaskrifstofa Akureyrar veitir alla almenna ferðaskrifstofuþjónustu. Fyrirtækið er eina ferðskrifstofan utan höfuðborgarsvæðisins sem hefur IATA ferðaskrifstofuleyfi, en það veitir aðgang að bókunum og útgáfu farmiða hjá flugfélögum um allan heim.

Ferðaskrifstofa Akureyrar aðstoðar viðskiptavini sína við skipulagningu ferðalaga jafnt innan lands sem utan. Jafnframt starfar funda- og ráðstefnudeild innan fyrirtækisins sem annast skipulag smærri sem stærri funda, hvar sem er á landinu.

Fyrirtækjaþjónusta okkar er ein sú vinsælasta á landinu og erum við að þjónusta mörg af stærstu fyrirtæki landsins. Við bjóðum uppá sérsniðna og persónulega þjónustu fyrir þínar viðskipta- og fyrirtækjaferðir. Við sjáum um að bóka allan pakkann fyrir þig hvort sem það sé flug, gisting, bílaleigubílar, lestir, rútur eða annað.
Þjónustan sparar þér tíma, veitir öryggi og aðgang að neyðarnúmeri okkar sem opið er allan sólarhringinn.

Við kappkostum að mæta óskum og þörfum viðskiptavina okkar og bjóðum þekkingu og áratuga reynslu starfsmanna í ferðaþjónustu. Hvort heldur sem er: sumarfríið, vetrarfríið, helgarferðir, hópaferðir, hvataferðir eða ráðstefnur - við getum aðstoðað!

Látið reyna á okkar þjónustu í síma 460-0600 eða með fyrirspurn á aktravel@aktravel.is

Starfsmenn

Ragnheiður Jakobsdóttir

Skrifstofustjóri
ragnheidur@aktravel.is

Þórunn Friðlaugsdóttir

Sölufulltrúi
thorunn@aktravel.is

Andrea P Helgadóttir

Sölufulltrúi
andrea@aktravel.is
c