Gistiheimilið Stöng ehf

Gistiheimili á kyrrlátum stað með fallegu útsýni yfir fallegt vel gróið land. Þaðan er falleg gönguleið á Sandfell auk þess sem það vel staðsett til skoðunarferða í helstu náttúruperlur Þingeyjarsýslu. Veitingasalur þar sem hægt er að fá allt frá morgunverði til þriggja rétta máltíða. Aðgangur er að tveim stórum heitum pottum. Á staðnum eru fimm ný heilsárshús 4 til 6 manna og eru þau öll vel búin. Gisting í tveggja, þriggja og fjögurra manna herbergjum, öllum með handlaugum. Veitingasalur fyrir allt að 100 manns þar sem morgunverður og kvöldverður standa til boða. Hópar geta fengið léttan hádegisverð ef pantað er fyrirfram. Vínveitingar. Haustið 2014 tókum við í notkun 5 ný herbergi öll með baði og sér inngangi. Opið allt árið að undanskildum Nóvember, Desember, Janúar,Febrúar þá eru leigð út sumarhús.

Starfsmenn

Ásmundur Kristjánsson

Formaður stjórnar

Selma Dröfn Ásmundsdóttir

Framkvæmdastjóri
c