Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, Rangárvöllum

Helstu áhersluatriði Landgræðslunnar í baráttunni fyrir verndun jarðvegs og gróðurs eru:
Stöðva hraðfara jarðvegsrof þar sem það ógnar gróðri og vistkerfum, byggð eða sérstæðum jarðmyndunum.
Auka þáttöku umráðahafa lands í landbótastarfi og efla samstarf við þá.
Vernda gróður- og jarðvegsauðlindina, m.a. með auknu eftirliti og aðstoð við skipulag landnýtingar.
Gera héraðsbundnar landgræðsluáætlanir í samráði við sveitarstjórnir, umráðahafa lands og aðra hagsmunaaðila.
Stöðva landbrot af völdum fallvatna sem ógnar gróðurlendi, mannvirkjum og samgöngum.
Starfsmenn
Sveinn Runólfsson
Landgræðslustjóri