Gólfþjónusta Íslands ehf

Parketlagnir: Gólfþjónusta Íslands tekur að sér að leggja hvers kyns parket: plast, fljótandi eða gegnheilt. Lagning og frágangur parkets er vandmeðfarin og krefst þekkingar og reynslu, sem starfsfólk Gólfþjónustunnar hafa í ríkum mæli. Parketlagnir: Parket tapar útlitsgæðum sínum á 10-15 árum þó að varlega sé um það gengið. Oftast er hægt að gera gamalt parket eins og nýtt með því að slípa það upp. Við slípun á parketi, hvort heldur það er nýlagt eða gamalt, eru notaðar stórvirkar slípivélar. Notkun slíkra véla er vandasöm, og röng notkun þeirra getur valdið skemmdum á gólfinu. Hjá Gólfþjónustu Íslands er áralöng reynsla af parketslípun sem tryggir árangur og að gólfið þitt verði örugglega fallegt. Parketlökkun: Þegar lakka skal parket er mikilvægt að vita nákvæmlega hvernig skal bera sig að áður en hafist er handa, hvernig lakk á að nota og hvernig skal bera lakkið á parketið. Þá er mjög mikilvægt að herbergið sé fullkomlega ryklaust svo ekki komi rykkorn í lakkið. Hægt að velja milli þriggja tegunda af parketlakki: Vatnsleysanlegt lakk, olíulakk og þynnislakk. Lakkið er yfirleitt dregið á eða rúllað á gólfið. Gott er að bera þrjár umferðir á nýslípað gólf en umferðafjöldin fer eftir álagi á gólfið. Vatnsleysanlega lakkið er náttúruvænast og ef horft er til framtíðar er það lakkið sem mun verða alls ráðandi, í þynnislakki eru eiturefni og þ.a.l. heilsuspillandi. Olíulakk er sjaldnast notað á parketgólf. Sólpallaslípun: Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. Sólpallurinn er slípaður eins og parketið inní stofu og síðan er hægt að velja um margar tegundir af olíu og jafnvel vatnsþynnanlegu fúavarnarefni. Bón, bónhreinsun og viðhald á bóni Við hjá Gólfþjónustunni tökum að okkur bónhreinsun, bónun og nýbónun á nýjum dúk. Ef réttu viðhaldi bónfilmu hefur ekki verið sinnt lengi er stundum nauðsynlegt að leysa bónið upp og bera á nýja filmu. Gólfþjónusta Íslands hefur allt til verksins; búnað, þekkingu og reynslu. Eftir bónun býður Gólfþjónusta Ísland svo upp á viðhaldsáætlun fyrir gólfið sem heldur því fallegu til frambúðar. Með reglulegu viðhaldi komum við í veg fyrir meiri og dýrari aðgerðir á gólfum.

Starfsmenn

Erlendur Þór Ólafsson

Framkvæmdastjóri
info@golfthjonustan.is

Brynhildur Jónsdóttir

Skrifstofustjóri
c