Mynd af Bílanes ehf

Bílanes ehf

Bílanes ehf er réttingar- og málningarverkstæði sem hefur veitt gæða þjónustu í yfir 30 ár.

Við erum fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í sömu eigu frá stofnun. Eigendur eru Sigurður Geirsson og synir hans Kristján og Hörður.

Bílanes býr yfir áratuga reynslu af viðgerðum á öllum tegundum bíla ásamt sprautun, réttingum og málun á bifreiðum og húsgögnum.
Við leggjum allan okkar metnað í að þjónusta okkar við þig verði sú besta sem völ er á og að verkin sem við skilum af okkur séu í hæsta gæðaflokki.

RÉTTINGAVERKSTÆÐI

Hjá okkur starfa miklir fagmenn sem eru óhræddir við að taka að sér erfið verkefni.
Metnaður þeirra og hæfileikar skína í gegn í öllu sem þeir gera.

RÉTTUM OG SPRAUTUM

Við tökum að okkur að rétta og sprauta allar tegundir bíla og farartækja, hvort sem um er að ræða fólksbíla, jeppa, rútur, flugvélar eða báta.

STÓR TJÓN SEM LÍTIL

Það skiptir engu hversu alvarlegt tjónið er, litlar rispur eða stórar beyglur. Við erum með réttingabekk og getum gert við stór tjón sem lítil. Við sjáum um að bíllinn líti út eins og nýr.

CABAS VERKSTÆÐI

Við tjónaskoðum fyrir öll tryggingafélögin og vinnum samkvæmt CABAS tjónamatskerfi.

Réttingarverkstæði


Síðustu 30 ár höfum við gert við nánast allar gerðir bíla og jeppa.
Hvort sem vélin er farin eða bremsurnar búnar þá getum við lagað bílinn þinn.

GERUM VIÐ ALLAR GERÐIR BÍLA

Hvort sem bíllinn þinn sé lítill eða stór, gamall eða nýr, ef að hann er bilaður þá getum við gert við hann. Höfum áratuga reynslu af öllum gerðum bíla.

BILANAGREINING

Við erum með góða tölvu sem greinir flestar bilanir fljótt og vel m.a. BSA ljós, loftpúða ljós og fleira.

SKJÓT OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA

Við leggjum áherslu að klára viðgerðina fyrir þig eins hratt og auðið er.

Við tökum að okkar samskipti við umboð og heildsala og tryggjum að þú fáir varahlutinn fljótt og á góðu verði.

BifreiðaverkstæðiStarfsmenn

Sigurður G Geirsson

Framkvæmdastjóri
8992190

Kristján

Helstu starfsmenn
6982212

Hörður Smári

Helstu starfsmenn
6991168
c