Óðins Ferðir Íslands ehf

Þeir sem vilja losna við streitu og áreiti nútímans er boðið upp á gistingu á Höskuldsstöðum fyrir alla fjölskylduna í einum fegursta dal Íslands, Breiðdal á Austjörðum. Þar er boðið upp á heils árs hús með hjónaherbergi, snyrtingu, setustofu með tvöföldum sófa auk svefnlofts. Húsið er vel búið húsgögnum og flestum öðrum nútíma þægindum. Á Höskuldsstöðum er einnig boðið upp á uppbúin rúm og/eða svefnpokapláss auk morgunverðar ef óskað er. Opið allt árið. Hesta- og gönguferðir: Óðins Ferðir Íslands bjóða upp á margs konar afþreyingu t.d hesta- og gönguferðir. Sérsniðnar að þínum óskum, væntingum og draumum. Við höfum rúmlega 20 ára reynslu í bæði löngum og stuttum hestaferðum um láglendi sem hálendi. Hestar Óðins Ferða spanna allan skalan frá þægum og góðum barnahrossum til meðfærilegra ferðaklára og svo fyrir þaulreynda reiðmenn, keppnishross. Gönguferðir - Göngugörpum er séð fyrir nákvæmu korti, áttavita og nesti. Frá Höskuldsstöðum er mælt með tveimur gönguleiðum fyrir vana göngumenn. Sú fyrri Jórvíkurskarð - liggur úr Breiðdal um skóglendi eyðibýlisins Jórvík og yfir í Nordurdal. Með valkostinn um fjallveg áfram til Reyðarfjarðar eða hringleið til baka, um sérlega fagra gönguleið með ólýsanlegu útsýni yfir Breiðdal og út á Breiðdalsvík. Einnig er boðið upp á styttri en ekki síður stórbrotnar gönguleiðir í Breiðdalnum, fyrir hina óvönu. Vinsamlegast hafið samband til að afla nánari upplýsinga.

Starfsmenn

María Christie Pálsdóttir

Eigandi/Framkvæmdastjóri
mcp@simnet.is
c