Rauðka ehf

Lógo af Rauðka ehf

Sími 4671550

Gránugata 19, 580 Siglufjörður

kt. 5008071210

Hannes Boy Café býður ykkur innilega velkomin á einn sérstæðasta veitingastað á Íslandi. Staðurinn er einstaklega vel staðsettur við smábátahöfnina á Siglufirði og geta gestir hans því notið útsýnis yfir höfnina og fylgst með sjómönnum landa afla af trillum sínum sem síðar gæti ratað á diska gestanna. Á góðviðrisdögum er einnig hægt að sitja úti við Hannes Boy og njóta matar og drykkja í enn meiri nálægð við smábátahöfnina. Rauða húsið Rauðka hýsir stóran fjölnota veislusal, kaffihús og bar í rauða húsi sínu við smábátahöfnina, húsið hefur verið nefnt „Rauðka“. Bláa húsið „Danni“ hýsir nú gallerý þar sem menningarþyrstum ferðalöngum gefst færi á að bera augum glæsilega myndlist, högglist eða aðra óskilgreina list hugans á þeim tíma sem þá ber að garði.

Starfsmenn

Sigríður María Róbertsdóttir

Framkvæmdastjóri
raudka@raudka.is

Finnur Yngvi Kristinsson

Verkefnisstjóri
finnur@raudka.is
c