Mynd af Gólfhitalausnir ehf

Gólfhitalausnir ehf



Við tökum að okkur hitalagnir fyrir flest steinsteypt gólf, innandyra sem og utandyra. Með nýrri og einfaldri tækni í fræsun er hægt að koma hitalögnum snögglega fyrir inní flestalla steinsteypu.



Án veggofna þá getur þú stillt upp húsgögnum nær veggjum þar sem þú færð aukapláss sem ofnarnir tóku áður. Auk þess sem endurnýjun ofnalagna í veggjum verður óþörf um aldur og ævi. Kostnaður og tími vegna endurnýjun lagna í veggjum getur farið langt yfir kostnað og tíma við það að fræsa fyrir gólfhita.

Rannsóknir sýna að gólfhiti lækki kyndikostnað á bilinu 20-30% og hitinn verður jafnari á heimilinu. Gólfhitafræsing gerir eignina verðmætari og jafnframt gerir hana eftirsóttari meðal þeirra sem eru að leita sér að fasteign.

Með gólfhitafræsingu þá losnar þú við köld gólf og upplifir þægilegan varma frá gólfinu. Kosturinn við gólfhitafræsingu er að rörin eru ekki nema 2 mm undir yfirborði gólfsins og því er fljótlegt að kynda hratt upp heimilið ef það snöggkólnar. Ólíkt húsum þar sem steypt hefur verið yfir rörin og sú steypa getur verið allt að 10 sm þykk sem þýðir að hitinn er seinni skila sér.



Starfsmenn

Einar Þór Ísfjörð

Framkvæmdastjóri
663 3623
einar@golfhitalausnir.is
c