Mynd af Pottagaldrar ehf

Pottagaldrar ehf

Vörur

Pottagaldrar sérhæfa sig í kryddblöndum, kryddolíum og kryddiðnaði almennt til að stuðla að fjölbreytni og hollustu í matargerð heimilanna.

Pottagaldrar framleiða um 42 tegundir kryddblanda, og 50 tegundir af almennu kryddi í þremur stærðum, fyrir neytendur, veitingahús og mötuneyti.

Auk þess framleiðir Pottagaldrar 5 gerðir af grill- og kryddolíum. Vörur Pottagaldra fyrir neytendur fást í öllum helstu matvöruverslunum landsins.

Upphaf

Pottagaldarar er lítið fyrirtæki stofnað af Sigfríði Þórisdóttur árið 1989.

Fyrirtækið byrjaði smátt með aðeins fjórar blöndur en hefur vaxið jafn og þétt og státar nú um 100 vörutegundir.


Engin aukefni
Markmið fyrirtækisins er að framleiða hreinar vörur án aukefna s.s. MSG eða Silikon dioxíð.

Vörur fyrirtækisins verða að vera uppbyggandi fyrir líkama og sál og skapa gleði og stuðla að mannrækt í matargerð.

Gæðastaðlar

Allt hráefni Pottagaldra er ræktað og framleitt samkvæmt ISO stöðlum og Evrópskum lögum og reglugerðum.

Hreinsun kryddsins er náttúrleg aðferð: Kristaltær gufuhreinsun sem nefnist Prima Pura og uppfyllir sú aðferð ströngustu gæðakröfur m.a. fyrir lífrænt ræktað krydd.

Prima Pura hreinsun varðveitir náttúrlegan lækningamátt kryddjurta og ilm þeirra.

Starfsmenn

Sigfríð Þórisdóttir

Framkvæmdastjóri
sigfrid@pottagaldrar.is

Vörumerki og umboð

Pottagaldrar
Krydd
Pottagaldrar
Krydd
Pottagaldrar
Krydd
Pottagaldrar
Krydd
Pottagaldrar
Krydd
Pottagaldrar
Krydd
Pottagaldrar
Krydd
c